Sport

Átta mömmur keppa á Opna ástralska mótinu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki með eiginmanni sínum David Lee og dótturinni Oliviu Lee.
Caroline Wozniacki með eiginmanni sínum David Lee og dótturinni Oliviu Lee. Getty/Andy Cheung

Fyrsta risamót ársins í tennisheiminum er komið af stað í Ástralíu og það er ein staðreynd við mótið í ár sem gleður marga.

Átta tenniskonur á Opna ástralska risamótinu eru mæður og margar þeirra eru að snúa aftur á tennisvöllinn eftir að hafa nýverið eignast barn.

Það er gaman að sjá þá þróun að íþróttakonur eru að koma sterkar til baka eftir að hafa eignast börn. Það eru ófáar konurnar í gegnum söguna sem hafa hætt að keppa eftir að þær fóru að eignast börn en þetta er sem betur fer allt að breytast sem eru frábærar fréttir.

Það er þó eitt að koma til baka í íþrótt sína og annað að komast aftur í fremstu röð. Þessar átta konur hafa náð því og keppa nú um fyrsta risatitil ársins.

Þekktastar eru örugglega hin bandaríska Naomi Osaka, hin danska Caroline Wozniacki, hin þýska Angelique Kerber, hin úkraínska Elina Svitolina og hin hvít-rússneska Victoria Azarenka. Hér fyrir neðan má sjá allan hópinn. Wozniacki og Svitolina unnu báðar leik sinn í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×