Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 20:13 Haraldur gefur þeim sem vilja freista þess að ferðast að gosinu skýr skilaboð. Vísir Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. Haraldur Haraldsson björgunarsveitarmaður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes segir helstu verkefni dagsins hafa verið að rýma Grindavík og setja upp lokunarpósta. „Þetta er búið að vera langur og kaldur dagur í dag,“ sagði hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Nú hefur borið á því að fólk reyni að gera sér ferð að eldgosinu. „Alls ekki reyna það. Ég er búinn að segja það í allan dag að við erum í vetraraðstæðum. Þetta eru langar vegalengdir yfir úfið hraun, í erfiðum aðstæðum, inn á lokað hættusvæði. Haldið ykkur til baka og nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað en að reyna að labba að gosstöðvunum,“ segir Haraldur. Hann segir björgunarsveitarmenn hafa þurft að snúa þó nokkrum við í dag. Bæði gangandi vegfarendum, fólki á fjórhjólum og jeppum. Hann segir fólk misreikna vegalengdirnar að gosinu þegar það fer gangandi af stað. „Svæðið er lokað og verður lokað eitthvað áfram. Þegar það opnast þá gefast tækifærin,“ segir Haraldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson björgunarsveitarmaður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes segir helstu verkefni dagsins hafa verið að rýma Grindavík og setja upp lokunarpósta. „Þetta er búið að vera langur og kaldur dagur í dag,“ sagði hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Nú hefur borið á því að fólk reyni að gera sér ferð að eldgosinu. „Alls ekki reyna það. Ég er búinn að segja það í allan dag að við erum í vetraraðstæðum. Þetta eru langar vegalengdir yfir úfið hraun, í erfiðum aðstæðum, inn á lokað hættusvæði. Haldið ykkur til baka og nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað en að reyna að labba að gosstöðvunum,“ segir Haraldur. Hann segir björgunarsveitarmenn hafa þurft að snúa þó nokkrum við í dag. Bæði gangandi vegfarendum, fólki á fjórhjólum og jeppum. Hann segir fólk misreikna vegalengdirnar að gosinu þegar það fer gangandi af stað. „Svæðið er lokað og verður lokað eitthvað áfram. Þegar það opnast þá gefast tækifærin,“ segir Haraldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira