Ný sprunga hefur opnast rétt norðan bæjarins Atli Ísleifsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. janúar 2024 12:14 Sjá má hraun stíga upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum nyrst í bænum. Ný sprunga hefur opnast rétt norðan byggðar í Grindavík. Sprungan opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps. Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49
„Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39
„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31