Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. janúar 2024 11:42 Margmenni þyrpist að hallargarði Kristjánsborgar og bíða síns nýja konungs með eftirvæntingu og margir í skrautlegum búningum. AP/Martin Meissner Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður. Þétt dagskrá er í Kaupmannahöfn og hefst hún klukkan hálf tvö að staðartíma eða klukkan hálf eitt að íslenskum tíma. Þá keyra krónprinshjúin frá Amalíuborg og til Kristjánsborgarhallarinnar. Stuttu seinna leggur Margrét Þórhildur Danadrottning af stað eftir sömu leið. Leið Friðriks X til Kristjánsborgar. Merkt á kortið eru einnig Höll Friðriks áttunda og Kristjáns níunda í Amalíuborg.Google Maps Þegar þau eru komin til hallarinnar fundar krónprinsinn og bróðir hans Kristján með ríkisstjórninni í Ríkisráðinu. Krýningin á sér formlega stað undir eins og Margrét Þórhildur Danadrottning undirritar afsagnaryfirlýsinguna. Klukkan þrjú að staðartíma stígur Friðrik tíundi og Mette Frederiksen forsætisráðherra út á svalir Kristjánsborgarhallar. Þá mun Mette formlega lýsa Friðrik konung og í kjölfarið ávarpar hann þjóð sína. Þá mun hann einnig tilkynna kjörorð sín sem er gömul hefð danskra konunga. Að því loknu munu fallbyssur hleypa af 27 heiðursskotum í Sixtus-batteríinu og konungsfáninn verður flaggaður í Amalíuborg. Þá halda konungshjónin frá Kristjánsborg og aftur til Amalíuborgar. Danmörk Kóngafólk Tímamót Friðrik X Danakonungur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Þétt dagskrá er í Kaupmannahöfn og hefst hún klukkan hálf tvö að staðartíma eða klukkan hálf eitt að íslenskum tíma. Þá keyra krónprinshjúin frá Amalíuborg og til Kristjánsborgarhallarinnar. Stuttu seinna leggur Margrét Þórhildur Danadrottning af stað eftir sömu leið. Leið Friðriks X til Kristjánsborgar. Merkt á kortið eru einnig Höll Friðriks áttunda og Kristjáns níunda í Amalíuborg.Google Maps Þegar þau eru komin til hallarinnar fundar krónprinsinn og bróðir hans Kristján með ríkisstjórninni í Ríkisráðinu. Krýningin á sér formlega stað undir eins og Margrét Þórhildur Danadrottning undirritar afsagnaryfirlýsinguna. Klukkan þrjú að staðartíma stígur Friðrik tíundi og Mette Frederiksen forsætisráðherra út á svalir Kristjánsborgarhallar. Þá mun Mette formlega lýsa Friðrik konung og í kjölfarið ávarpar hann þjóð sína. Þá mun hann einnig tilkynna kjörorð sín sem er gömul hefð danskra konunga. Að því loknu munu fallbyssur hleypa af 27 heiðursskotum í Sixtus-batteríinu og konungsfáninn verður flaggaður í Amalíuborg. Þá halda konungshjónin frá Kristjánsborg og aftur til Amalíuborgar.
Danmörk Kóngafólk Tímamót Friðrik X Danakonungur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira