Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði þegar hann var nýlentur eftir þyrluferð yfir gösstöðvunum og fór yfir stöðuna á eldgosinu.
Hann segir sprunguna vera um kílómetri að lengd og nyrsti endi hennar sé við syðsta enda sprungunnar sem myndaðist í eldgosinu sem hófst þann 18. desember síðastliðinn. Í raun sé um framhald af þeirri sprungu að ræða.
Gosið náð hámarki
Magnús Tumi segir að líklega hafi gosið náð hámarki. Það sé töluvert minna en fyrra gos á svæðinu, hraunflæði sé um það bil fjórðungur af því sem var þegar mest lét í desember.
Hraunið hafi runnið um þrjú til fjögur hundruð metra og eigi um sex hundruð metra eftir að fyrstu húsum í Grindavík.
Hversu langan tíma þyrfti það til að komast að fyrstu húsunum?
„Nokkra klukkutíma. Nokkrir klukkutímar eru nú ekki langur tími.“