Unglingur hótaði hópi með hnífi Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 07:25 Nokkuð margir fengu að gista á Hverfisgötunni í nótt. Þá kom hundur í stutta heimsókn á lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd. Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira