Mahomes örugglega áfram og hinn ungi C.J. Stroud sló met Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 10:30 C.J. Stroud fagnar hér eftir sigur Houston Texans á Cleveland Brons. Stroud varð í nótt yngsti leikstjórnandinn í sögu NFL til að vinna leik í úrslitakeppni. Vísir/Getty Houston Texans og Kansas City Chiefs tryggðu sér örugglega sæti í næstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar með sigrum í nótt. C.J. Stroud er nú yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni. Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Houston Texans og Cleveland Browns. Sóknarleikur beggja liða gekk vel í upphafi og voru bæði lið búin að skora tvö snertimörk áður en annar leikhluti var hálfnaður. C.J. Stroud var að spila mjög vel fyrir Texans en þessi nýliði hefur átt frábært tímabil í leikstjórnendastöðu liðsins. Staðan í hálfleik var 24-14 fyrir heimamenn sem voru með yfirhöndina. CJ Stroud has 259 yards and 2 TDs in the first half pic.twitter.com/1I40y0xuL5— Mr. Ohio (@MrOH1O) November 19, 2023 Heimamenn gengu svo frá leiknum í þriðja leikhluta. Þeir bættu við tveimur snertimörkum og staðan orðin 38-14 Texans í vil. Þeir bættu við í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum 45-14 sigur, heldur betur yfirlýsing frá C.J. Stroud og félögum sem fara áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2019. Með sigrinum varð C.J. Stroud yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni og það gerði hann með stæl. Houston is ready to celebrate. #CLEvsHOU pic.twitter.com/oYLQIUd49E— NFL (@NFL) January 14, 2024 Síðari leikur kvöldsins fór fram í fimbulkulda í Kansas. Miami Dolphins var þar í heimsókn hjá Kansas City Chiefs en samkvæmt forráðamönnum NFL var um að ræða fjórða kaldasta leik í sögu deildarinnar. Átján stiga frost var þegar leikurinn fór fram. Lið Chiefs byrjaði vel og strax í fyrstu sókn kastaði Patrick Mahomes til Rashee Rice sem hljóp með boltann inn í endamarkið af stuttu færi. Frábær fyrsta sókn og stuðningsmenn Chiefs á Arrowhead vellinum kættust mjög. Opening drive touchdown for Rashee Rice and the Chiefs!#MIAvsKC on PeacockAlso available on #NFLPlus https://t.co/bTakd7vjlv pic.twitter.com/VwS7YRk2Yg— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins gekk illa að fóta sig á svellinu í byrjun og átti Tua Tagovailoa meðal annars sendingu undir lok fyrsta leikhluta sem rataði beint í hendur varnarmanns Chiefs. Dolphins óx hins vegar ásmegin og jafnaði metin strax í upphafi annars leikhluta. Tagovailoa átti þá langa sendingu sem náði alla leið á Tyreek Hill. Hill gerði frábærlega í að losa sig við varnarmenn Chiefs og hljóp í endamarkið. Chiefs fékk tækifæri til að skora annað snertimark en fékk dæmt á sig víti eftir að Rice hafði hlaupið í endamarkið í annað sinn. Þeir þurftu að sætta sig við vallarmark og staðan orðin 13-7. Sparkarinn Harrison Butker bætti við öðru vallarmarki undir lok annars leikhluta og staðan 16-7. Donna Kelce and friends vibing pic.twitter.com/BTSqhePWC0— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins voru í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleiknum og það lagaðist ekki í þeim síðari. Chiefs vörnin malaði sókn gestanna hægt og hægt sem náði ekki að bæta við fleiri stigum. Lið Chiefs sigldi sigrinum hægt og rólega í höfn og vann að lokum 27-7 og er því komið áfram í næstu umferð og stuðningsmenn Chiefs með Taylor Swift í broddi fylkingar fögnuðu vel. Þar sem leik Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers var frestað til mánudags fara aðeins tveir leikir fram í kvöld. Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers klukkan 21:30 tekur lið Detroit Lions á móti LA Rams. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Houston Texans og Cleveland Browns. Sóknarleikur beggja liða gekk vel í upphafi og voru bæði lið búin að skora tvö snertimörk áður en annar leikhluti var hálfnaður. C.J. Stroud var að spila mjög vel fyrir Texans en þessi nýliði hefur átt frábært tímabil í leikstjórnendastöðu liðsins. Staðan í hálfleik var 24-14 fyrir heimamenn sem voru með yfirhöndina. CJ Stroud has 259 yards and 2 TDs in the first half pic.twitter.com/1I40y0xuL5— Mr. Ohio (@MrOH1O) November 19, 2023 Heimamenn gengu svo frá leiknum í þriðja leikhluta. Þeir bættu við tveimur snertimörkum og staðan orðin 38-14 Texans í vil. Þeir bættu við í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum 45-14 sigur, heldur betur yfirlýsing frá C.J. Stroud og félögum sem fara áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2019. Með sigrinum varð C.J. Stroud yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni og það gerði hann með stæl. Houston is ready to celebrate. #CLEvsHOU pic.twitter.com/oYLQIUd49E— NFL (@NFL) January 14, 2024 Síðari leikur kvöldsins fór fram í fimbulkulda í Kansas. Miami Dolphins var þar í heimsókn hjá Kansas City Chiefs en samkvæmt forráðamönnum NFL var um að ræða fjórða kaldasta leik í sögu deildarinnar. Átján stiga frost var þegar leikurinn fór fram. Lið Chiefs byrjaði vel og strax í fyrstu sókn kastaði Patrick Mahomes til Rashee Rice sem hljóp með boltann inn í endamarkið af stuttu færi. Frábær fyrsta sókn og stuðningsmenn Chiefs á Arrowhead vellinum kættust mjög. Opening drive touchdown for Rashee Rice and the Chiefs!#MIAvsKC on PeacockAlso available on #NFLPlus https://t.co/bTakd7vjlv pic.twitter.com/VwS7YRk2Yg— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins gekk illa að fóta sig á svellinu í byrjun og átti Tua Tagovailoa meðal annars sendingu undir lok fyrsta leikhluta sem rataði beint í hendur varnarmanns Chiefs. Dolphins óx hins vegar ásmegin og jafnaði metin strax í upphafi annars leikhluta. Tagovailoa átti þá langa sendingu sem náði alla leið á Tyreek Hill. Hill gerði frábærlega í að losa sig við varnarmenn Chiefs og hljóp í endamarkið. Chiefs fékk tækifæri til að skora annað snertimark en fékk dæmt á sig víti eftir að Rice hafði hlaupið í endamarkið í annað sinn. Þeir þurftu að sætta sig við vallarmark og staðan orðin 13-7. Sparkarinn Harrison Butker bætti við öðru vallarmarki undir lok annars leikhluta og staðan 16-7. Donna Kelce and friends vibing pic.twitter.com/BTSqhePWC0— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins voru í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleiknum og það lagaðist ekki í þeim síðari. Chiefs vörnin malaði sókn gestanna hægt og hægt sem náði ekki að bæta við fleiri stigum. Lið Chiefs sigldi sigrinum hægt og rólega í höfn og vann að lokum 27-7 og er því komið áfram í næstu umferð og stuðningsmenn Chiefs með Taylor Swift í broddi fylkingar fögnuðu vel. Þar sem leik Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers var frestað til mánudags fara aðeins tveir leikir fram í kvöld. Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers klukkan 21:30 tekur lið Detroit Lions á móti LA Rams. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira