Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 22:58 Ragnar grípur boltann með tilþrifum. Vísir/Hulda Margrét Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan. Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan.
Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira