Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 17:55 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók til máls á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur. Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur.
Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira