Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 17:55 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók til máls á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur. Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur.
Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira