Top Gun 3 í bígerð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 17:45 Cruise við tökur á hinni upprunalegu Top Gun. Vísir/Getty Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Warner Bros. Discovery hefur að sögn Hollywood Reporter gert samning við Tom Cruise um að leika í og framleiða myndir fyrir stúdíóið. Þar kemur einnig fram að framhaldsmynd Top Gun: Maverick hafi verið í undirbúningi síðan í haust. Maverick, nýjasta myndin í myndaröðinni, var gríðarlega vinsæl í kvikmyndahúsum Íslands og heimsins alls þegar hún kom í bíó árið 2022 og sagði leikstjórinn frægi Steven Spielberg að Tom Cruise, sem framleiddi hana ásamt að fara með aðalhlutverk myndarinnar, hafi bjargað kvikmyndaiðnaðinum úr fjötrum kórónuveirufaraldursins. Ekki má búast við myndinni á næstunni vegna þess að Tom Cruise er um þessar mundir önnum kafinn við framleiðslu áttundu myndarinnar um leynispæjarann Ethan Hunt í Mission Impossible-myndaröðinni. Ætlað er að hún komi út í maí á næsta ári og því enn langt í land. Vísir greindi til að mynda fyrst frá stiklum hinnar þá væntanlegu Top Gun: Maverick landsins tæpum tveimur árum áður en hún kom út. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Warner Bros. Discovery hefur að sögn Hollywood Reporter gert samning við Tom Cruise um að leika í og framleiða myndir fyrir stúdíóið. Þar kemur einnig fram að framhaldsmynd Top Gun: Maverick hafi verið í undirbúningi síðan í haust. Maverick, nýjasta myndin í myndaröðinni, var gríðarlega vinsæl í kvikmyndahúsum Íslands og heimsins alls þegar hún kom í bíó árið 2022 og sagði leikstjórinn frægi Steven Spielberg að Tom Cruise, sem framleiddi hana ásamt að fara með aðalhlutverk myndarinnar, hafi bjargað kvikmyndaiðnaðinum úr fjötrum kórónuveirufaraldursins. Ekki má búast við myndinni á næstunni vegna þess að Tom Cruise er um þessar mundir önnum kafinn við framleiðslu áttundu myndarinnar um leynispæjarann Ethan Hunt í Mission Impossible-myndaröðinni. Ætlað er að hún komi út í maí á næsta ári og því enn langt í land. Vísir greindi til að mynda fyrst frá stiklum hinnar þá væntanlegu Top Gun: Maverick landsins tæpum tveimur árum áður en hún kom út.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira