Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 15:28 Einar telur að listaverkið verði mikil lyftistöng fyrir Reykjavík. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu. Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu.
Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira