Skotinn 55 sinnum og fjölskyldan fær fimm milljónir dala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 08:38 Fjölskylda Willie McCoy fær fimm milljónir dala í miskabætur. Getty/ Carlos Avila Gonzalez Borgin Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða ættingjum Willie McCoy, sem skotinn var til bana af lögreglu árið 2019, fimm milljónir dala í miskabætur. Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16