Núnez tókst ekki að skora en gaf tvær stoðsendingar í 2-1 endurkomusigri Liverpool.
Það er ekkert nýtt að Úrúgvæski framherjinn sé óheppinn upp við markið en hann er samt mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool enda duglegur, fljótur, kraftmikill og alltaf að skapa usla í varnarlínu mótherjanna.
Það er ótrúlegt að hann nýti ekki meira af dauðafærum sínum og Klopp er sammála því.
„Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta með Núnez,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi.
„Ég er svo ánægður með hvernig stuðningsfólkið okkar tekur honum og ég svo ánægður með það hvernig hann sjálfur tekur á þessu en það er ekki hægt að vera óheppnari en hann var í þessum færum. Það er ómögulegt,“ sagði Klopp.
„Hann gerði allt rétt en boltinn vildi ekki inn. Hann leggur samt sem áður upp sigurmarkið. Mér finnst það vera virkilega sérstakt,“ sagði Klopp.
Núnez hefur klúðrað flestum dauðafærum af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er með fimm mörk og sex stoðsendingar í nítján leikjum í deildinni og alls átta mörk og tíu stoðsendingar í þrjátíu leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
"You cannot be more unlucky!"
— This Is Anfield (@thisisanfield) January 11, 2024
Jurgen Klopp on Darwin Nunez and why he is "so happy about our crowd" pic.twitter.com/W3hdNq3Zwv