Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2024 20:31 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira