Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 08:30 Christie hefur verið eina forsetaefni Repúblikanaflokksins sem hefur vaðið í Trump. AP/Robert F. Bukaty Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. „Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Ég ætla að tryggja að ég muni á engan hátt greiða fyrir því að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna,“ sagði Christie þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Christie hefur sætt nokkrum þrýstingi samflokksmanna sinna um að draga sig til hlés, ef það mætti verða til þess að hófsamari armur Repúblikanaflokksins næði að sameinast um frambjóðanda annan en Trump. Stjórnmálaspekingar segja hins vegar að Christie hafi líklega viljað vera með eins lengi og unnt var til að gera allt sem í valdi hans stæði til að gagnrýna Trump og draga úr stuðningi við hann. Christie, sem var eitt sinn ötull stuðningsmaður og samverkamaður Trump, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda hans síðustu misseri og sá eini af forsetaefnum Repúblikanaflokksins sem hefur ekki veigrað sér við því að hjóla í forsetann fyrrverandi. Áður en hann greindi frá ákvörðun sinni náðist Christie á upptökur, þar sem hann virðist ekki hafa áttað sig á því að það var kveikt á hljóðnemanum sem hann var með, þar sem hann sagði að Haley ætti ekki séns og að DeSantis væri „skíthræddur“. Þá biðlaði hann í kjölfarið til kjósenda um að hafna Trump, sem hann sakaði um að setja eigin hagsmuni ofar þjóðarinnar. „Donald Trump vill að þið séuð reið alla daga því hann er reiður,“ sagði Christie. Það mun liggja fyrir í júlí hver verður frambjóðandi Repúlbikanaflokksins og mætir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira