David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 12:30 David Okeke í leik með Haukum í vetur á móti Val. Hann lenti í óhugnanlegu atviki á Sauðárkróki en er byrjaður aftur að spila á fullu. Vísir/Anton Brink David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli. Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira