„Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 09:31 Fran Kirby vekur athygli á umræðunni um líkamlegt atgervi knattspyrnukvenna. Hún sjálf hefur gengið í gegnum ýmislegt. Getty/Chloe Knott - Danehouse Enska fótboltakonan Fran Kirby hefur lengi verið í hópi bestu leikmanna enska kvennafótboltans en hún hefur einnig þurft að þola áreiti og aðfinnslur við líkamlegt atgervi hennar sem hún segir frá í nýju viðtali. Kirby hefur leikið með Chelsea frá árinu 2015 og unnið með liðinu fjölda titla, meðal annars sex meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá hefur hún skorað 19 mörk í 69 leikjum fyrir enska landsliðið. Breska ríkisútvarpið fékk Kirby í viðtal til að ræða meðal annars líkamsímynd og þær athugasemdir á útlit sitt sem hún sjálf hefur mátt þola á sínum langa og farsæla ferli. „Ég hef fengið athugasemdir þar sem fólk segir: Fran spilaði virkilega vel, þvílíkur leikur hjá henni en hún leit út fyrir að vera svo stór í dag. Ég hugsaði: Af hverju er þessi athugasemd nauðsynleg? Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út,“ sagði Fran Kirby við BBC. "To me, a body shape doesn't determine whether you're fit to play your sport."A strong message from Fran Kirby here, well worth taking time to listen to. #BBCFootball pic.twitter.com/QAnhNhTxMW— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2024 Kirby er nú þrítug og vakti athygli á þessari umræðu í nóvember síðastliðnum og þá sérstaklega hvað varðar skömmina tengdri mataræði í kvennafótboltanum og pressuna á leikmenn varðandi þyngd og hvernig knattspyrnukonur líta út í sjónvarpinu. Meiri athygli þýðir meiri pressa Kirby lítur svo á að þessi pressa sé aðeins að aukast nú þegar meiri athygli er kvennafótboltanum og þær eru oftar á sjónvarpsskjánum. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Kirby hjá Chelsea, hrósaði henni fyrir að tala um þetta enda fer það ekkert framhjá henni hversu miklar kröfur eru settar á knattspyrnukonur varðandi útlit og annað slíkt á tímum samfélagsmiðla. „Ég hef heyrt hluti um mig sjálfa og hugsað: Er þetta virkilega það sem fólk hugsar um mig? Eða: Lít ég virkilega svona út? Þetta hefur enn áhrif á mig en mér gengur betur að vinna úr því í dag,“ sagði Kirby. Fran Kirby fagnar hér marki með Chelsea á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Morgan Harlow Sjá íþróttafólk eins og vélmenni „Það er líka mikilvægt að taka það fram að auðvitað erum við atvinnumenn og við verðum að vera í góðu formi til að stunda okkar íþrótt. Líkamsbyggingin þín ræður hins vegar ekki því hvernig formi þú ert í. Fullt af fólki sér bara íþróttafólk eins og vélmenni,“ sagði Kirby. „Ég fengið fullt af svona athugasemdum og liðsfélagar mínir einnig. Þetta er vandamál en ég held að þetta sé ekki bara vandamál hjá konunum. Ég held að þetta sé stærra en það,“ sagði Kirby. Kirby hefur bæði glímt við meiðsli en eins hjartaveikindi. „Þegar þú kemur til baka úr meiðslum þá ertu ekki í besta formi lífsins. Þetta var erfitt fyrir mig þegar ég kom til baka eftir hjartavandmálið mitt. Ég hafði verið lengi frá og hafði bætt á mig kílóum af því að ég mátti ekki hreyfa mig,“ sagði Kirby. „Það er ekki eins og við æfum í eina viku og þá ertu allt í einu kominn í þrusuform. Þá var erfitt að lesa þessar athugasemdir,“ sagði Kirby. Sleppur aldrei við að lesa þetta „Ég hef verið það lengi í boltanum að ég hef fengið minn skammt af svívirðingum og ég hef séð ýmislegt á samfélagsmiðlum. Þú venst því aldrei og sleppur heldur aldrei alveg við það að lesa þetta,“ sagði Kirby. „Ungir leikmenn sem eru að koma upp og fá aðfinnslur og athugasemdir sem þessar, þær gætu kannski hætt að borða á sama tíma og þær eru að keppa á hæsta stigi. Þú sérð þá frammistöðuna versna og þetta getur haft mikil áhrif á þær,“ sagði Kirby. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að um leið og þú ert í formi til að stunda þína íþrótt á hæsta stigi og ert að standa þig vel þá ætti líkaminn þinn aldrei að vera í umræðunni,“ sagði Kirby. Hún segir líka að það sé ekkert eitt rétt svar við því hvernig eigi að taka á þessu því allir eru ólíkir en það sem er mikilvægast að allir fái og finni stuðning. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira
Kirby hefur leikið með Chelsea frá árinu 2015 og unnið með liðinu fjölda titla, meðal annars sex meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá hefur hún skorað 19 mörk í 69 leikjum fyrir enska landsliðið. Breska ríkisútvarpið fékk Kirby í viðtal til að ræða meðal annars líkamsímynd og þær athugasemdir á útlit sitt sem hún sjálf hefur mátt þola á sínum langa og farsæla ferli. „Ég hef fengið athugasemdir þar sem fólk segir: Fran spilaði virkilega vel, þvílíkur leikur hjá henni en hún leit út fyrir að vera svo stór í dag. Ég hugsaði: Af hverju er þessi athugasemd nauðsynleg? Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út,“ sagði Fran Kirby við BBC. "To me, a body shape doesn't determine whether you're fit to play your sport."A strong message from Fran Kirby here, well worth taking time to listen to. #BBCFootball pic.twitter.com/QAnhNhTxMW— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2024 Kirby er nú þrítug og vakti athygli á þessari umræðu í nóvember síðastliðnum og þá sérstaklega hvað varðar skömmina tengdri mataræði í kvennafótboltanum og pressuna á leikmenn varðandi þyngd og hvernig knattspyrnukonur líta út í sjónvarpinu. Meiri athygli þýðir meiri pressa Kirby lítur svo á að þessi pressa sé aðeins að aukast nú þegar meiri athygli er kvennafótboltanum og þær eru oftar á sjónvarpsskjánum. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Kirby hjá Chelsea, hrósaði henni fyrir að tala um þetta enda fer það ekkert framhjá henni hversu miklar kröfur eru settar á knattspyrnukonur varðandi útlit og annað slíkt á tímum samfélagsmiðla. „Ég hef heyrt hluti um mig sjálfa og hugsað: Er þetta virkilega það sem fólk hugsar um mig? Eða: Lít ég virkilega svona út? Þetta hefur enn áhrif á mig en mér gengur betur að vinna úr því í dag,“ sagði Kirby. Fran Kirby fagnar hér marki með Chelsea á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Morgan Harlow Sjá íþróttafólk eins og vélmenni „Það er líka mikilvægt að taka það fram að auðvitað erum við atvinnumenn og við verðum að vera í góðu formi til að stunda okkar íþrótt. Líkamsbyggingin þín ræður hins vegar ekki því hvernig formi þú ert í. Fullt af fólki sér bara íþróttafólk eins og vélmenni,“ sagði Kirby. „Ég fengið fullt af svona athugasemdum og liðsfélagar mínir einnig. Þetta er vandamál en ég held að þetta sé ekki bara vandamál hjá konunum. Ég held að þetta sé stærra en það,“ sagði Kirby. Kirby hefur bæði glímt við meiðsli en eins hjartaveikindi. „Þegar þú kemur til baka úr meiðslum þá ertu ekki í besta formi lífsins. Þetta var erfitt fyrir mig þegar ég kom til baka eftir hjartavandmálið mitt. Ég hafði verið lengi frá og hafði bætt á mig kílóum af því að ég mátti ekki hreyfa mig,“ sagði Kirby. „Það er ekki eins og við æfum í eina viku og þá ertu allt í einu kominn í þrusuform. Þá var erfitt að lesa þessar athugasemdir,“ sagði Kirby. Sleppur aldrei við að lesa þetta „Ég hef verið það lengi í boltanum að ég hef fengið minn skammt af svívirðingum og ég hef séð ýmislegt á samfélagsmiðlum. Þú venst því aldrei og sleppur heldur aldrei alveg við það að lesa þetta,“ sagði Kirby. „Ungir leikmenn sem eru að koma upp og fá aðfinnslur og athugasemdir sem þessar, þær gætu kannski hætt að borða á sama tíma og þær eru að keppa á hæsta stigi. Þú sérð þá frammistöðuna versna og þetta getur haft mikil áhrif á þær,“ sagði Kirby. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að um leið og þú ert í formi til að stunda þína íþrótt á hæsta stigi og ert að standa þig vel þá ætti líkaminn þinn aldrei að vera í umræðunni,“ sagði Kirby. Hún segir líka að það sé ekkert eitt rétt svar við því hvernig eigi að taka á þessu því allir eru ólíkir en það sem er mikilvægast að allir fái og finni stuðning. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira