„Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 22:08 Frá vettvangi í Grindavík í kvöld. Vísir/Sigurjón Björgunarsveitir hafa hafið leit á ný að manni sem féll niður í sprungu í Grindavík í dag. Leitin fer þannig fram að tveir og tveir leita í einu, með því að síga ofan í sprunguna í körfu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu. „Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
„Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09