„Ég er húsfreyjan,“ skrifar Dorrit við myndina og virðist þar vera að vitna í einhverja af bíómyndum hans. Myndin er tekin á veitingastaðnum The Ivy Chelsea Garden í Lundúnum.
Mikill stjörnufans virðist ríkja í kringum forsetafrúna fyrrverandi en hún birtir reglulega myndir af sér ásamt fólki sem óhætt er að segja að tilheyri hópi frægasta fólks heims. Þar má nefna Tom Cruise leikara, Benedikt páfa, Rishi Sunak, Liz Truss og Boris Johnson, síðustu þrjá forsætisráðherra Breta.
Að auki má nefna Little Britain leikarann David Walliams, sem hún lýsti sem kynþokkafyllsta manni jarðar á Instagram í september í fyrra.
Baráttukonan Anahita Babaei sem barist hefur gegn hvalveiðum hefur að auki ratað á Instagram síðu Dorritar en þess má geta að Dorrit hefur tekið skýra afstöðu gegn hvalveiðum á samfélagsmiðlinum.