Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmdar­stjóri markaðs­sviðs Coca-Cola á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Gestur Steinþórsson.
Gestur Steinþórsson. Íris Dögg Einarsdóttir

Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri markaðssviðs hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi).

Í tilkynningu kemur fram að hann hafi séð um markaðsmál fyrir áfenga drykki hjá fyrirtækinu frá því í janúar á síðasta ári en taki nú við öllum markaðsmálum fyrir fyrirtækið. 

„Gestur hefur víðtæka reynslu á sviði markaðsmála en hann kom til Coca-Cola á Íslandi frá markaðsstofunni Vert, en áður var hann stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins East West Iceland. Gestur starfaði sem vörumerkjastjóri hjá Íslensk Ameríska frá 2015 til 2017 og var á tímabili hluthafi og stjórnandi hjá Silent Company sem nú heitir Sahara. Gestur var einnig vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni frá 2011 - 2013.

Gestur er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×