„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 19:35 Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar. Vísir Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“ Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“
Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira