„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 19:35 Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar. Vísir Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“ Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“
Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira