Velferð dýra framar atvinnufrelsi til pyntinga Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir skrifa 9. janúar 2024 15:01 Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun