Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 13:08 Unglingarnir eru nemendur Hagaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla til foreldra barna í skólanum. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu og eru foreldrar hvattir til að ræða málið við börn sín. Ekki kemur fram í bréfi Ómars hvaða angi málsins sé til skoðunar. Að hafa hendur í hári fullorðnu einstaklinganna eða skoða blekkingarleik unglinganna. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. Þetta kom fram í sameiginlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um niðurstöður könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ árið 2022. Samskiptin á Snapchat og Instagram „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass,“ segir í tilkynningu Ómars skólastjóra. Foreldrar eru hvattir til að eiga samtal við unglinga sína um þessi mál. Þá er foreldrum bent á að fara yfir reikningsyfirlit unglinga sinna ef minnsti grunur vaknar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafi lagt inn á þau pening, til dæmis í gegnum AUR. „Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.“ Tölvupósturinn í heild sinni: Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla til foreldra barna í skólanum. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu og eru foreldrar hvattir til að ræða málið við börn sín. Ekki kemur fram í bréfi Ómars hvaða angi málsins sé til skoðunar. Að hafa hendur í hári fullorðnu einstaklinganna eða skoða blekkingarleik unglinganna. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. Þetta kom fram í sameiginlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um niðurstöður könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ árið 2022. Samskiptin á Snapchat og Instagram „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass,“ segir í tilkynningu Ómars skólastjóra. Foreldrar eru hvattir til að eiga samtal við unglinga sína um þessi mál. Þá er foreldrum bent á að fara yfir reikningsyfirlit unglinga sinna ef minnsti grunur vaknar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafi lagt inn á þau pening, til dæmis í gegnum AUR. „Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.“ Tölvupósturinn í heild sinni: Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is
Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is
Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira