Danir grínast með að Ísland vilji bara silfur Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:29 Ýmir Örn Gíslason er í stóru hlutverki í auglýsingu TV 2, en textinn passar engan veginn við orð hans. Skjáskot/TV 2 Gullverðlaunin eru frátekin á Evrópumóti karla í handbolta í janúar, fyrir Danmörku. Hin liðin vilja þess vegna bara silfur. Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir. EM 2024 í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira