Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 20:01 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það vanti að minnsta kosti þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunafræðinga á stofnunina. Hún telur að ástandið batni eftir nokkur ár þegar margir sem eru að sérhæfa sig í heimilislækningum útskrifast. Vísir Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45