Land rís enn og áfram talið líklegast að gjósi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:17 Áframhaldandi landris mælist við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi líkt og gerðist þann 18. desember. Tugir skjálfta mælast á svæðinu á hverjum sólarhring. Landris mælist enn við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga og eru vísbendingar um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. „Við gáfum út tilkynningu um að það hefði hægt á sér en það virðist ekki hafa hægt á sér þegar horft er til aðeins lengri tímaramma þá er þetta bara nokkuð jafnt og þétt og heldur áfram,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún bendir á að ýmislegt geti gerst í kjölfar landriss en líklegast sé að atburðarásin endi í gosi líkt og 8. desember síðastliðinn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu að honum þyki líklegt að kvikugeymslan sé að fyllast og hún komin að þolmörkum. Sé það tilfellið gæti gosið, jafnvel á næstu dögum að mati Þorvaldar. „Það er líklegast að þetta endurtaki sig í raun og veru, það verði einhvers konar kvikuhlaup í austurátt og þá sé líklegast að það komi mögulega upp á milli Hagafells og Stóra-Skógfells eins og gerðist í desember.“ Tugir jarðskjálfta mælast enn á sólarhring á svæðinu. „Við höfum verið að sjá mjög jafna skjálftavirkni síðan gaus. Þetta hafa verið yfirleitt í kringum, sirka hundrað og fimmtíu skjálftar á dag en þeir eru aðeins færri núna en það er nú aðallega af því að það er hvasst og veður hefur áhrif á það hversu næmt kerfið er eins og til dæmis í gær þá voru þetta 48 skjálftar á sólarhring og það má líklega kenna veðrinu um það allt og má ætla að það verði svipað í dag á meðan það er hvasst, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Landris mælist enn við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga og eru vísbendingar um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. „Við gáfum út tilkynningu um að það hefði hægt á sér en það virðist ekki hafa hægt á sér þegar horft er til aðeins lengri tímaramma þá er þetta bara nokkuð jafnt og þétt og heldur áfram,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún bendir á að ýmislegt geti gerst í kjölfar landriss en líklegast sé að atburðarásin endi í gosi líkt og 8. desember síðastliðinn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu að honum þyki líklegt að kvikugeymslan sé að fyllast og hún komin að þolmörkum. Sé það tilfellið gæti gosið, jafnvel á næstu dögum að mati Þorvaldar. „Það er líklegast að þetta endurtaki sig í raun og veru, það verði einhvers konar kvikuhlaup í austurátt og þá sé líklegast að það komi mögulega upp á milli Hagafells og Stóra-Skógfells eins og gerðist í desember.“ Tugir jarðskjálfta mælast enn á sólarhring á svæðinu. „Við höfum verið að sjá mjög jafna skjálftavirkni síðan gaus. Þetta hafa verið yfirleitt í kringum, sirka hundrað og fimmtíu skjálftar á dag en þeir eru aðeins færri núna en það er nú aðallega af því að það er hvasst og veður hefur áhrif á það hversu næmt kerfið er eins og til dæmis í gær þá voru þetta 48 skjálftar á sólarhring og það má líklega kenna veðrinu um það allt og má ætla að það verði svipað í dag á meðan það er hvasst, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55