ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 16:00 Anton Sveinn McKee er öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í París. instagram/@antonmckee Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum.
Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira