Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 8. janúar 2024 11:58 Skálatún var stofnað fyrir 70 árum síðan. Vísir/Vilhelm Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34
„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28