Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna.
Þar kemur fram að kjötframleiðsla í nóvember 2023 hafi dregist saman um tíu prósent frá fyrra ári en alls voru framleidd 1.798 tonn í mánuðinum. Vigdís segir kjötframleiðslu dragast saman í öllum kjötgreinum.
Vigdís segir að rekja megi samdráttinn að stórum hluta til þeirra áhrifaþátta sem Bændasamtökin hafa vakið athygli á allt síðasta ár. Aukinn fjármagnskostnaðar, hækkun á fóðurverði og samkeppni sem íslenskar afurðir eiga við innflutninginn ráði mestu að hennar mati.
Riða, innflutningur og stríð
Í viðtalinu við mbl tekur Vigdís kindakjöt sem dæmi. Þar sé fækkun á vetrarfóðruðum og svo hafi þurft að skera hátt í 600 til 700 kindur vegna riðu síðustu tvö ár. Það sé gríðarlegt högg.
Mikill innflutningur á nautakjöti síðustu ár hafi haft mikil áhrif á framleiðslu innanlands að sögn Vigdísar. Fóðurkostnaður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafi einnig haft mikill áhrif á greinina.