Myndi sleppa baráttunni ef vonin væri ekki til staðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 14:01 Frá Austurvelli. Þar hafa aðgerðasinnar komið upp einu stóru tjaldi, auk mörgum minni sem þeir hafa gist í. Á fjórða tug aðgerðasinna gistu í tjöldum á Austurvelli í nótt, til að ítreka kröfu Palestínumanna hér á landi um að stjórnvöld láti fjölskyldusameiningar, sem þegar hafa verið samþykktar, verða að veruleika. Ein þeirra sem gisti á Austurvelli í nótt var Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún segir nóttina hafa verið góða. „Auðvitað er þetta kannski furðulegast staður sem maður hefur tjaldað á. En það var rosalega góð stemning, mikið af fólki í þessu stóra tjaldi fram eftir í samstöðu og samhug, og margir að tjalda. Ég myndi segja að þetta hafi að einhverju leyti verið mjög vel heppnað,“ segir Salvör. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Mikill samhugur hafi verið í fólki, og fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu og koma stuðningi sínum til skila. Áhugi ráðamanna lítill Tveir Palestínumenn hafa gist á Austurvelli í ellefu nætur, til að ítreka kröfur um fjölskyldusameiningu, sem þegar hafi verið samþykktar, við stjórnvöld. Salvör segir stjórnvöld sýnast hafa lítinn áhuga á málinu. „Það hefur verið sent opinbert boð frá félaginu Íslandi - Palestínu, Solaris og No Borders um fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Hann hefur ekkert svarað því.“ Baráttuandinn muni þó ekki lognast út af. „Ég er alltaf vongóð, því annars myndi maður ekki vera að gera þetta. Ef maður hefði enga von þá myndi maður bara sleppa því að vera að berjast.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59 „Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01 Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ein þeirra sem gisti á Austurvelli í nótt var Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún segir nóttina hafa verið góða. „Auðvitað er þetta kannski furðulegast staður sem maður hefur tjaldað á. En það var rosalega góð stemning, mikið af fólki í þessu stóra tjaldi fram eftir í samstöðu og samhug, og margir að tjalda. Ég myndi segja að þetta hafi að einhverju leyti verið mjög vel heppnað,“ segir Salvör. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Mikill samhugur hafi verið í fólki, og fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu og koma stuðningi sínum til skila. Áhugi ráðamanna lítill Tveir Palestínumenn hafa gist á Austurvelli í ellefu nætur, til að ítreka kröfur um fjölskyldusameiningu, sem þegar hafi verið samþykktar, við stjórnvöld. Salvör segir stjórnvöld sýnast hafa lítinn áhuga á málinu. „Það hefur verið sent opinbert boð frá félaginu Íslandi - Palestínu, Solaris og No Borders um fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Hann hefur ekkert svarað því.“ Baráttuandinn muni þó ekki lognast út af. „Ég er alltaf vongóð, því annars myndi maður ekki vera að gera þetta. Ef maður hefði enga von þá myndi maður bara sleppa því að vera að berjast.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59 „Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01 Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59
„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01
Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24