Eins og reglurnar eru núna þá er leikið öðru sinni ef úrslit nást ekki fram í venjulegum leiktíma fram að 16-liða úrslitum.
„Mér finnst að við ættum að breyta þessu. Nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni þýðir að lið munu þurfa spila fleiri leiki þar þannig þetta mun vera erfiðara, ég veit ekki hvernig við eigum að koma öllum þessum leikjum fyrir,“ byrjaði Arteta að segja.
Arsenal mætir Liverpool í FA-bikarnum í dag og segir Arteta að hann muni mögulega þurfa að aflýsa fríi liðsins ef leikurinn endar með jafntefli.
„Við erum undirbúnir fyrir allar útkomur. Við viljum vinna leikinn og það er það sem við munum reyna að gera en ef við gerum jafntefli þá munum þurfa að aflýsa þessu fríi. Það eru svona aðstæður sem ég eru fullkomin dæmi um það afhverju það ætti að breyta þessu fyrirkomulagi,“ endaði Arteta á að segja.