„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 21:01 Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem ætla að tjalda á Austurvelli í nótt, til að sýna samstöðu með Palestínumönnum sem fengið hafa samþykkta fjölskyldusameiningu en segja stjórnvöld ekkert aðhafast til að gera þær að veruleika. Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira