„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. janúar 2024 14:32 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan biskupsritari og séra Örn Bárður Jónsson tóku þátt í pallborðsumræðum á Vísi um komandi biskupskjör. Vísir/Arnar Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“ Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“
Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19
Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42