„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. janúar 2024 14:32 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan biskupsritari og séra Örn Bárður Jónsson tóku þátt í pallborðsumræðum á Vísi um komandi biskupskjör. Vísir/Arnar Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“ Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“
Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19
Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu