Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 08:32 Feðraveldið er sterkt í Norður-Kóreu og talið að Kim sé að venja þjóðina við að sjá konu í valdastöðu. Getty/LightRocket/SOPA Images/Kim Jae-Hwan Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. Íbúum Norður-Kóreu hefur verið talin trú um að í æðum Kim-fjölskyldunnar renni heilagt blóð og að hún ein sé þess megnug að leiða og stjórna landinu. Líkt og almennt gildir um Norður-Kóreu er fátt vitað um fjölskyldu Kim, sem greindi til að mynda ekki frá því fyrr en seint og síðar meir að hann hefði gengið í hjónaband með eiginkonu sinni Ri Sol Ju. Feðginin hefa sést saman á fjölda viðburða síðustu misseri.Getty/LightRocket/SOPA Images/Kim Jae-Hwan Talið er að dóttir Kim sé um tíu ára gömul og næst elsta barn leiðtogans. Síðustu misseri hefur hún ítrekað sést í fylgd föður síns við ýmis tækifæri og þá hefur sú breyting vakið athygli að nú er vísað til hennar sem „virðingarverðar“ dóttur leiðtogans í stað „elskaðrar“ dóttur hans. Í Norður-Kóreu er „virðingarverður“ aðeins notað um fámennan og útvalinn hóp og Kim sjálfur var til að mynda ekki kallaður „virðingarverður“ fyrr en ljóst var orðið að hann yrði næsti leiðtogi landsins. Talið er að Kim vilji venja þegna landsins við að sjá dóttur hans í fylgd með honum, bæði til að tryggja að hún sé þekkt stærð þegar til þess kæmi að hún tæki við og til þess að undirbúa þá undir að kona taki við völdum í fyrsta sinn. Norður-Kórea Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Íbúum Norður-Kóreu hefur verið talin trú um að í æðum Kim-fjölskyldunnar renni heilagt blóð og að hún ein sé þess megnug að leiða og stjórna landinu. Líkt og almennt gildir um Norður-Kóreu er fátt vitað um fjölskyldu Kim, sem greindi til að mynda ekki frá því fyrr en seint og síðar meir að hann hefði gengið í hjónaband með eiginkonu sinni Ri Sol Ju. Feðginin hefa sést saman á fjölda viðburða síðustu misseri.Getty/LightRocket/SOPA Images/Kim Jae-Hwan Talið er að dóttir Kim sé um tíu ára gömul og næst elsta barn leiðtogans. Síðustu misseri hefur hún ítrekað sést í fylgd föður síns við ýmis tækifæri og þá hefur sú breyting vakið athygli að nú er vísað til hennar sem „virðingarverðar“ dóttur leiðtogans í stað „elskaðrar“ dóttur hans. Í Norður-Kóreu er „virðingarverður“ aðeins notað um fámennan og útvalinn hóp og Kim sjálfur var til að mynda ekki kallaður „virðingarverður“ fyrr en ljóst var orðið að hann yrði næsti leiðtogi landsins. Talið er að Kim vilji venja þegna landsins við að sjá dóttur hans í fylgd með honum, bæði til að tryggja að hún sé þekkt stærð þegar til þess kæmi að hún tæki við og til þess að undirbúa þá undir að kona taki við völdum í fyrsta sinn.
Norður-Kórea Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira