EpiEndo ætlar að sækja yfir 15 milljarða til að fjármagna frekari rannsóknir
Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals, sem vinnur að þróun á lyfi í töfluformi gegn lungnaþembu, hefur samið við alþjóðlegan fjárfestingabanka til að sjá um stóra hlutafjáraukningu síðar á árinu þar sem félagið áformar að sækja sér fjármagn upp á vel á annan tug milljarða króna. Sú fjármögnun á að standa undir kostnaði við næsta fasa af klínískum rannsóknum fram til ársins 2028 en stjórnendur EpiEndo eru bjartsýnir á að félagið geti náð verulegri hlutdeild á markaði sem gæti verið verið árlega um 30 milljarðar Bandaríkjadala að stærð.
Tengdar fréttir
Tryggja sér fleiri hundruð milljónir í þróun lyfs við lungnaþembu
Íslenskt lyfjafyrirtæki sem vinnur að þróun lyfs við lungnaþembu lauk nýlega tveggja milljóna evra hlutafjáraukningu eða sem svarar til 275 milljóna króna.