Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:28 Þessi hefur útvegað sér mannbrodda, sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. „Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn. Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn.
Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02