Straumur frá Rapyd til Adyen Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 08:28 Lilja Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Straums. Kvika banki Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“ Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“
Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27