Sektaður um fjörutíu milljónir króna fyrir að kasta drykknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 14:00 David Tepper er mjög vel stæður enda er aðeins einn eigandi i NFL-deildinni sem er ríkari en hann. Getty/Cooper Neill Reiðikast David Tepper, eiganda Carolina Panthers liðsins, varð honum dýrt eftir að NFL-deildin skellti á hann sekt jafnvirði tugmilljóna króna fyrir framkomu hans á gamlársdag. Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024 NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira