Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 18:34 Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018. Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018.
Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira