Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 21:09 Fyrri maðurinn mætti á Austurvöll um klukkan tvö í nótt, en sá seinni klukkan níu í morgun. Naji segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna fyrri mannsins. Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji. Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji.
Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira