Gist á 23 heimilum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 10:57 Frá framkvæmdum í Grindavíkurbæ. Vísir/Einar Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04