Af eitraðri jákvæðni Ingrid Kuhlman skrifar 3. janúar 2024 07:01 Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun