Að minnsta kosti 706 létust í 650 fjöldaskotárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 10:32 Að minnsta kosti 706 létust í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum árið 2023. Getty/Boston Globe/Erin Clark Alls létust 706 í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum í fyrra. Árásirnar voru 650 talsins og hafa aðeins einu sinni verið fleiri; voru 689 árið 2021. Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira