Þrjátíu látnir hið minnsta og fjölda enn leitað Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 06:32 Mikill fjöldi húsa eyðilagðist í Kanazawa í Ishikawa-héraði í stóra skjálftanum í gær. AP Talsmenn yfirvalda í Ishikawa-héraði í Japan hafa staðfest að þrjátíu hið minnsta hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem reið í gær og varð til þess að fjöldi bygginga eyðilagðist og flóðbylgja skall á landið. Fjölda fólks er enn leitað. Um þúsund manna björgunarlið leitar nú að fólki sem talið er að kunni að vera grafið í húsarústum og hefur japanski herinn unnið að því að koma hjálpargögnum til þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín. Ýmsar hindranir á vegum – bæði vegna skemmdra húsa, bilaðra bíla og fallinna trjáa – hafa torveldað björgunarstarf. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð og átti upptök sín í Japanshafi, vestur af Japan, um klukkan 16 að staðartíma í gær. Yfirvöld gáfu strax út flóðbylgjuviðvörun og beindi því strax til fólks að leita á hærri stað í landslagi. Flóðbylgjan náði allt að metra að hæð, en flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt. Stór markaður brann til kaldra kola í Wajima eftir að eldur kom upp í kjölfar skjálftans. AP Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, segir að eyðilegginguna mikla og ljóst að manntjónið sé mikið. Talsmenn yfirvalda staðfesta að fimmtán hið minnsta hafi látist í borginni Wajima, sex í Suzu nyrst á Noto-skaganum, og fimm í Nanao. Þá hafa einhverjir fundist látnir í Hakui, Anamizu og Shika. Talsvert hefur verið um eftirskjálfta frá því að stóri skjálftinn reið yfir í gær og hefur sá stærsti mælst 6 að stærð. Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn leitað að fólki eftir jarðskjálftann í Japan Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum. 2. janúar 2024 00:01 Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan eftir skjálfta 7,6 að stærð Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti 7,6 að stærð reið yfir í Japanshafi, vestur af landinu. 1. janúar 2024 08:06 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Um þúsund manna björgunarlið leitar nú að fólki sem talið er að kunni að vera grafið í húsarústum og hefur japanski herinn unnið að því að koma hjálpargögnum til þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín. Ýmsar hindranir á vegum – bæði vegna skemmdra húsa, bilaðra bíla og fallinna trjáa – hafa torveldað björgunarstarf. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð og átti upptök sín í Japanshafi, vestur af Japan, um klukkan 16 að staðartíma í gær. Yfirvöld gáfu strax út flóðbylgjuviðvörun og beindi því strax til fólks að leita á hærri stað í landslagi. Flóðbylgjan náði allt að metra að hæð, en flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt. Stór markaður brann til kaldra kola í Wajima eftir að eldur kom upp í kjölfar skjálftans. AP Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, segir að eyðilegginguna mikla og ljóst að manntjónið sé mikið. Talsmenn yfirvalda staðfesta að fimmtán hið minnsta hafi látist í borginni Wajima, sex í Suzu nyrst á Noto-skaganum, og fimm í Nanao. Þá hafa einhverjir fundist látnir í Hakui, Anamizu og Shika. Talsvert hefur verið um eftirskjálfta frá því að stóri skjálftinn reið yfir í gær og hefur sá stærsti mælst 6 að stærð.
Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn leitað að fólki eftir jarðskjálftann í Japan Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum. 2. janúar 2024 00:01 Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan eftir skjálfta 7,6 að stærð Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti 7,6 að stærð reið yfir í Japanshafi, vestur af landinu. 1. janúar 2024 08:06 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Enn leitað að fólki eftir jarðskjálftann í Japan Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum. 2. janúar 2024 00:01
Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan eftir skjálfta 7,6 að stærð Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti 7,6 að stærð reið yfir í Japanshafi, vestur af landinu. 1. janúar 2024 08:06