Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 11:21 Hákarlaárásir hafa verið nokkuð tíðar undan ströndum Suður-Ástralíu á þessu ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/DAVE HUNT Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu. Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu.
Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09
Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53