Forðumst flugeldaslys Ágúst Mogensen skrifar 29. desember 2023 10:30 Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Flugeldar Tryggingar Slysavarnir Áramót Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun