Ísmaðurinn úr leik en Humphries slapp fyrir horn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 23:11 Ísmaðurinn Gerwyn Price er úr leik á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Ísmaðurinn Gerwyn Price féll óvænt úr leik. Hinn sigurstranglegi Luke Humphries lenti í miklum vandræðum gegn þýskum Pokémon unnanda. Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir. Pílukast Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir.
Pílukast Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira